Rekstrarráðgjöf

Vantar þig viðskiptahugbúnað en veist ekki hvað hentar þér best? Viltu byrja smátt og leyfa hugbúnaðnum að aðstoða í rekstrinum með stækkandi fyrirtæki? Sölumenn hugbúnaðarfyrirtækjanna gefa þér ráðleggingar byggðar á eigin hugbúnaði en það er kannski ekki það besta fyrir þig. Sérfræðingar okkar aðstoða við þarfagreiningu fyrirtækisins og afla tilboða í hugbúnað og ráðleggja síðan hvað hentar fyrir þinn rekstur.

Þjónusta

Starfsmenn Abbey Road ehf. hafa mikla þekkingu og reynslu við vinnu við viðskiptahugbúnað s.s. dk hugbúnað, Odoo, Reglu, Uniconta o.fl. Við getum þjónustað flestar lausnir sem þú þarft að nota. 

Áralöng reynsla af þjónustu dk hugbúnaðar ásamt mikilli þekkingu á öðrum hugbúnaði s.s. Uniconta og Odoo gerir okkur að raunhæfum kosti þegar kemur að því að velja þjónustuaðila fyrir viðskiptahugbúnaðinn þinn.

Bókhald, launaútreikningur, virðisaukaskattur. Við getum aðstoðað við færslu bókhalds í því kerfi sem þú vilt nota í þínum rekstri. Hvort sem um er að ræða veflausnir, öpp eða POS kerfi þá erum við til staðar fyrir þig.